Fór inn á píratavefinn og reifst pínulítið um hugverkastuld. Þar á fólk erfitt með að tjá sig, svo að aðrir skilji. Ég lagði til, að fyrsta málsgrein stefnu flokksins um hugverkarétt og hugverkastuld hljóðaði svo: Píratar eru andvígir hugverkastuldi og vilja að höfundar njóti hugverka sinna. Punktur. Svo kæmu þrjár málsgreinar með frekari sundurliðun í rökstuðningi. Síðan aðrar þrjár málsgreinar um erfiðleika við framkvæmd hugverkaverndar. Bent á, hvaða leiðir muni ekki virka og hvaða leiðir séu betri. Verði pírötum slátrað í kosningunum, mun það byggjast á langdregnum og leiðinlegum úr-og-í texta um hugverkastuld.