Árin 2001-2007 létust 245 manns í Norður-Ameríku eftir að löggan teisaði þá. Þeir sættu rafstuði úr Taser-byssum. Löggan á Íslandi vill endilega fá þessi vopn og ríkislögreglustjóri geymir nokkur niðri í skúffu. Nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi vill dusta rykið af þessu hættulega drápstæki löggunnar. Takist honum það, verður rafbyssum misbeitt eins og hvarvetna hefur gerzt, þar sem þær hafa verið notaðar. Vilhjálmur Árnason er síðastur í langri röð rugludalla, sem kjósendur á Suðurlandi hafa vakið upp gegn varnarlausri þjóð. Höfum við gert Sunnlendingum eitthvað?