Bretland einangraðist í Evrópusambandinu. Nánast enginn styður andúð David Cameron á Jean-Claude Juncker sem næsta forstjóra ráðherranefndarinnar, ekki einu sinni Holland. Ungverjaland heltist næstum úr söfnuði Camerons á síðustu metrunum. Gott mál, Bretland hefur ævinlega verið eitur í gangverki Evrópu. Öldum saman fólst utanríkisstefna Breta í að etja ríkjum Evrópu hverju gegn öðru. Sú stefna hélst óbreytt eftir inngöngu Bretlands. Juncker er hægri miðjumaður, sem hefur stuðning vinstri miðjumanna. Þykir hallur undir aukinn samruna Evrópu til að treysta evruna. Evrópa þarf einmitt á slíku að halda.