Gesuiti
Frá stöðinni göngum við bakkann til vesturs um 200 metra leið og beygjum til vinstri í Salizzada dei Specchieri, þar sem við komum að kirkjunni Gesuiti vinstra megin götunnar.
Ytra byrði kirkjunnar er í þunglamalegum hlaðstíl, enda er hún frá fyrri hluta 18. aldar.
Að innan skartar hún litskrúðugum marmara á veggjum og í súlum og ríkulegum veggfreskum í lofti. Tiziano og Tintoretto eru meðal höfunda altarismálverka í kirkjunni.