Capo og Consiglione tala sín í milli um að fara í stríð við Afganistan og Írak í von um, að síðustu flugvélar hersins fari ekki frá Keflavíkurvelli. Þeir tala sín í milli um að láta endurskoða stjórnarskrána til að losna við ákvæði hennar um lagasynjunar- eða málsskotsrétt forseta Íslands. … Stjórnarfarið á Íslandi hefur þróazt úr þingræði í samleik Capo og Consiglione. Þeir tvímenningar spyrja hvorki kóng né prest og allra sízt Alþingi, hvort Ísland eigi fyrst að taka þátt í blóði drifnum krossferðum Bandaríkjanna gegn ríkjum múslima og síðan að taka þátt í hernámi þessara ríkja. …