Sjálf höfuðstöð frjálshyggju og markaðsvæðingar heims er farin að þjóðnýta. Ríkissjóður Bandaríkjanna tók Lehman Brothers, einn af hinum stóru í fjárfestingum. Ríkissjóðurinn tók líka AIG tryggingarisann. Hver hefði trúað þessu fyrir ári? Upp á George W. Bush? Daniel Cohn-Bendit segir, að kreppan sé Chernobyl frjálshyggjunnar. Fjármálarisar heimsins böðluðust um í skorti á eftirliti. Frjálsi markaðurinn er ekki lengur guð almáttugur. Því miður hugsa aðrar ríkisstjórnir heimsins, þar á meðal Íslands, bara um risabankana. En fórnardýr þeirra fá að rúlla á hausinn. Unga fólkið.