Chirac stælir Bush

Punktar

Forseti Frakklands er farinn að haga sér eins og forseti Bandaríkjanna og aðrir ráðamenn þeirra. Jacques Chirac segir leiðtogum Austur-Evrópu að halda kjafti um Íraksmálið, ef þeir séu ósammála kjarnaríkjum Evrópusambandsins, Frakklandi, Þýzkalandi og Belgíu. Hann segir stuðning leiðtoganna við stefnu Bandaríkjanna vera barnalegan og gálausan. Hann gefur í skyn, að erfiðara en ella verði fyrir ríki Austur-Evrópu að ná samkomulagi um aðild að Evrópusambandinu. Þetta verður ekki skilið öðru vísi en hótun að hætti Bandaríkjastjórnar. Um svona framgöngu gildir gamalkunnugt lögmál um, að líki þú eftir andstæðingi þínum, verður þú fljótlega eins og hann. Og Chirac hefur fengið það sama upp úr krafsinu og Bush, litlu karlarnir hafa sameinazt gegn honum og stefnu hans.