Hugo Chávez, lýðræðislega kjörinn forseti Venezuela, er bókmenntalega sinnaður, notar hvert tækifæri til að ota bókum að áheyrendum sínum. Hann mælir með Les Misérables eftir Victor Hugo og Don Quixote eftir Miguel de Cervantes, sem hann lét gefa þjóðinni í milljón eintökum. Nú hefur hann gert Hegemony or Survival eftir Noam Chomsky að metsölubók með því að veifa henni á þingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann kallaði George W. Bush djöfulinn sjálfan. Chomsky hefur skrifað ótal bækur og er frægur í Evrópu fyrir að telja hótanir um ofbeldi vera einu utanríkisstefnu Bandaríkjanna.