Clegg er tómhentur

Punktar

Frjálslyndir demókratar ríða ekki feitum hesti frá stjórnarsamstarfinu með Íhaldsflokknum í Englandi. Ekkert af málum þeirra hefur náð fram að ganga. Engin jöfnun atkvæðisréttar, engin bremsa á niðurskurði velferðar, engar stjórnarskrárbreytingar, engin lýðræðisvæðing lávarðadeildar. Nick Clegg formaður hefur náð sér í titil, en ekkert fært flokknum, sem máli skiptir. Íhaldsflokkurinn valtar yfir Frjálslynda demókrata og kjósendur flýja þá. Samkvæmt könnunum ná þeir bara tíu þingsætum í næstu kosningum. Svona fer fyrir titlagræðgisliði, sem fórnar öllum málefnum fyrir hégóma og prump.