Bill Clinton féll ekki á sjálfu framhjáhaldinu, heldur fyrir að hafa logið um það. Lygi stjórnmálamanna er hnekkir, þótt gerðir þeirra séu það ekki. Nema þeir skari eld að eigin köku. Þannig var ekki refsivert hjá Geir Haarde að taka rangar ákvarðanir í aðdraganda hrunsins. Og hann skaraði ekki eld að eigin köku. Dæmdur fyrir að brjóta mikilvægar reglur um meðferð opinberra mála. Hefði gjarna mátt vera dæmdur fyrir að ljúga þindarlaust að þjóðinni í aðdraganda hrunsins. En slapp fyrir horn, enda skortir hér lagalega virðingu fyrir sannleikanum. Samanber margsaga forseta og sílyginn forsætisráðherra.