Davíð Arnórsson lítur mildum augum á Davíð Smára Helenarson og fyrirgefur honum fótbrotið. Davíð fyrri lítur á sig sem “collateral damage”, mann, sem óvart var á röngum stað á röngum tíma. Hann telur sig bara hafa verið óheppinn. Kannski voru það bara örlögin. Það sé hins vegar Davíð síðari, sem sé hið raunverulega fórnarlamb. Hann þurfi að fá hjálp við sinni ofbeldishneigð. Eins og þið vitið hefur Davíð síðari vaðið árum saman um borgina með ofbeldi og stuðningi vandamálafræðinga. Hefur orðið eins konar þjóðhetja, sem löggan þorir ekki í. Jafnvel fórnardýrin bera blak af honum.