Condoleezza Rice

Punktar

Fréttaskýrendur sögðu á sínum tíma, að Colin Powell væri eini fullorðni maðurinn innan um róttæklinga stjórnar George W. Bush. Hann væri hirðirinn, sem gengi um glervörubúðina og sópaði hana, þegar fílar harðlínumanna hefðu brotið allt og bramlað. Hann einn talaði tungumál, sem Evrópumenn skildu. … Powell var einangraður í ríkisstjórninni. Hann var til dæmis hræddur við innrásina í Írak og vildi samráð við bandamenn í Atlantshafsbandalaginu. Hann vildi halda starfinu og beið við símann eftir kosningar, en forsetinn hringdi aldrei. Bush taldi vera orðið tímabært að losa sig við fílahirðinn. … Í staðinn er kominn öryggisfulltrúinn Condoleezza Rice …