Jeremy Corbyn rúllaði upp kosningunni um formennsku brezkra krata. Loksins hefur flokkurinn fengið krata sem formann eftir langvinna hægri útlegð. Svipað gæti gerzt í Bandaríkjunum, þar sem Bernie Sanders eflir fylgið í sífellu. Löndin engilsaxnesku, sem lengst allra gengu í nýfrjálshyggju, eru aftur að leita til gamalla gilda. Kannski gerist þetta í Evrópu líka, en líklega seint á Íslandi, þar sem nýfrjálshyggja ræður Samfylkingunni. Ekki er vitað um neinn þar á bæ, sem getur fetað í fótspor Corbyn og Sanders. Flest bendir til, að fylgislaust eyðimerkurráf flokksins haldi áfram. Og píratar erfi fylgi hins framliðna.