Dabbi hljómskáli

Punktar

Teikningar Torfusamtakanna sýna, hve falleg gætu orðið húsin við Laugaveg 4 og 6. Ef tekið væri tillit til upprunalegs útlits og götumyndarinnar. Svona hefði átt að endurbyggja í gamla bænum í stað þess að troða í hann ofvöxnum steypuklumpum að hætti arkitekta FAÍ. Þótt stundum sé talað illa um nýsmíði fornminja, tel ég tillögu samtakanna bera af öðrum. Nú er kominn tími til að stöðva eyðileggingu miðbæjarins á vegum Samfylkingarinnar. Það má hafa til marks um skilningsleysið, að Dagur borgarstjóri hyggst flytja gömlu húsin í Hljómskálagarðinn. Þau eru bara falleg í sinni gömlu götumynd.