Dádýr með súkkulaðisósu

Veitingar

Fyrst kynntist ég súkkulaðisósu með saltfiski hjá Arzak í San Sebastian, öðru nafni Donostia. Það var í miðju landi Baska, sem eru helztu kokkar Spánar. Arzak var og er þriggja stjörnu kokkur samkvæmt Michelin. Síðan hefur súkkulaðisósa verið í uppskriftasafni meistarakokka. Hluti af stefnu í matseld, sem kölluð er fusion. Dádýr með súkkulaðisósu fékk ég í gær á Alfiero í skíðabænum Madonna á Ítalíu. Frábær sósa eins og annað á þessum toppstað bæjarins. Í forrétt fékk ég estragon-leginn lax. Alfiero er betri en þeir beztu á Íslandi. Aðrir dýrir matstaðir í Madonna eru einskis virði.