Dæmi ganga ekki upp

Megrun

Sérfræðingar í lýðheilsu og næringarfræði eru í stórum dráttum sammála um, hvað sé fitandi og óhollt. Þeir gefa ráð, sem fólk reynist ekki geta farið eftir. Stafar af skilningsleysi sérfræðinganna á matarfíkn og átfíkn. Þegar svo veigamikinn þátt vantar í dæmið, verður ráðgjöfin yfirleitt ekki til neins gagns. Í skarðið hlaupa skottulæknar af ýmsu tagi, svo og sölumenn snákaolíu. Fólki er boðið að megrast um 40 kíló á 40 vikum. Boðið upp á 40 hillumetra af snákaolíu í krukkum og glösum, dósum og pökkum í heilsubúðum. Svo ekki sé minnst á galdradrykkina og orkukubbana. Milljarðaveltan í skottulækningum stafar af litlum skilningi sérfræðinga á ægivaldi fíkna.