Dæmi um fyrsta ferðaskrefið

Ferðir

Stefánskirkja er miðja Vínarborgar. Þaðan eru tæpir 500 metrar til allra átta, til keisarahallarinnar, gamla ráðhússins og Jesúítakirkjunnar. Opnaðu viamichelin.com, fylltu leitarreiti: Stephansplatz, Wien, Austria. Þú færð kort af borgarmiðjunni. Opnaðu fyrir hótel og veitingahús. Sérð hvar þú getur búið og hvað það kostar. König von Ungarn og Kaiserin Elizabeth eru eftir hrun komin í 40.000 krónur. Kíktu á pensjónötin og finndu t.d. Pension Neuer Markt á 20.000 krónur. Skoðaðu veitingahúsin í kring. Álit notenda á gistingu og mat sérðu á tripadvisor.com. Aðrir staðir, sama leitaraðferð.