Dæmið hana ekki of hart

Punktar

Þótt Íslendingar séu til margra hluta ónothæfir, til dæmis sem kjósendur, eru þeir hjartagóðir. Ungabörn eru velkomin í heiminn, hvernig sem þau eru til komin og hverjar sem aðstæður eru. Um það eru þjóðin og kerfið sammála. Stúlkan frá Litháen, sem bar út nýfætt barn, kemur frá þriðja heims ástandi, þar sem þessi skilningur er minni. Við vitum úr fortíðinni, þegar þjóðin bjó við eymd, að vinnukonur báru oft út börn sín og fengu harða dóma. Nú er sá tími liðinn. Sorglegt er, að stúlkan frá Litháen áttaði sig ekki á öðru og betra samfélagsmynztri að þessu leyti hér á landi. Dæmið hana ekki of hart.