Dagblaðaskipulag er óþarft

Fjölmiðlun

Ég sé ekki, að dagblöðin séu orðin neitt krumpuð út af kosningunum. Jafnvel Mogginn er ekki kominn í flokksfötin tíu dögum fyrir kosningar. Að vísu er þar undarlegur myndatexti inni í blaði í dag. Ill meðferð á Vatnsstíg 4 var ekki hústökufólki að kenna, heldur löggunni. Hústökufólk snyrti húsið, en löggan rústaði því. Að öðru leyti var Mogginn í lagi. Ég sé ekki neina ástæðu til að koma upp opinberu skipulagi á dagblöðum. Ég sé ekki, að reglur um fjölbreytt eignarhald komi að nokkru gagni. Allar slíkar reglur þrengja líkur á, að hægt sé að reka dagblöð. Er það þó orðið nógu erfitt fyrir.