Dagblöð að hrynja

Fjölmiðlun

Dagblaðaútgáfa er að hrynja í Bandaríkjunum. Á Wall Street hefur verðgildi bandarískrar dagblaðaútgáfu lækkað um 42% á þremur árum og um 26% á aðeins einu ári, 2007. Þetta felur ekki í sér sveiflu, heldur er það hrun. Búast má við geigvænlegum sparnaði á bandarískum dagblöðum árið 2008. Samt má reikna með, að margir stórforstjórar í bransanum verði búnir að kveðja hann áður en árið 2009 rennur í garð. Hrunið kemur í enda linnulauss undanhalds bandarískra dagblaða í fjármálum um áratugi. Hrunið byggðist fyrst á hvarfi smáauglýsinga yfir á vefinn og síðan á hvarfi annarra auglýsinga þangað.