Dagblöð njóta ekki sannmælis. Fólk treystir sjónvarpsfréttum betur en dagblaðafréttum. Þótt dagblaðafréttir séu margfalt fleiri og töluvert viðameiri en hinar. Ein fréttasíða í dagblaði er eins og heill fréttatími í sjónvarpi. Þótt dagblöð eigi 95% af allri rannsóknablaðamennsku. Meira að segja minnkar traust á dagblöðum, sem stunda beztar rannsóknir, samanber Washington Post í Watergate-málinu. Áhorf á sjónvarpsfréttir minnkar að vísu jafnmikið og áskriftir að dagblöðum, en hrunið kemur verr við dagblöð. Fólk lamar því miður langbezta fréttamiðilinn með langbeztu rannsóknirnar.