Dagblöð barna

Punktar

Franska fyrirtækið Play Bac Presse sérhæfir sig í að búa til sérrit með dagblöðum og sjónvarpsþætti fyrir unga lesendur. Það hefur þegar náð 200.000 eintaka upplagi á pappír, en er skemmra á veg komið í sjónvarpi. Börnin fá heilan blaðhluta
fyrir sig á hverjum degi. Rannsóknir hafa sýnt, að ekki þýðir að segja þeim fréttir fyrir fullorðna á barnamáli og ekki þýðir að segja þeim fótboltafréttir, merkilegt nokk, og auðvitað ekki af málverkasýningum. Hins vegar er gott að birta fréttir af hlébörðum í útrýmingarhættu og um björgun storks úr vandræðum, sem hann rataði í.