Dagblöð deyja

Punktar

Með hverju árinu kemur nýr árgangur inn í samfélag fullorðinna án þess að þurfa á dagblöðum að halda. Í gamla daga gerðist fólk áskrifendur, þegar það stofnaði heimili. Ekki lengur. Lesendur Moggans eru miðaldra og gamalt fólk. Tími áskriftarblaða rennur smám saman út. Ferlið er lengra komið í Bandaríkjunum, þar sem skelfing hefur gripið eigendur áskriftarblaða. Þetta er vont mál, því að engir miðlar hafa burði til að taka upp víðtæka fréttaþjónustu dagblaða. Tvær síður í Mogganum jafngilda hálftíma fréttum í sjónvarpi.