Nánast daglega berast fréttir af samdrætti dagblaða í Bandaríkjunum. Hann er farinn að leita á hornsteina á borð við Los Angeles Times, New York Times og Washington Post. Dagblöð tapa auglýsingum, einkum smáauglýsingum. Unga fólkið les ekki dagblöð og fæst ekki til að gera það. Þetta háir ekki bara dagblöðum, heldur líka sjónvarpinu. Unga fólkið hefur lítinn áhuga á sjónvarpi og engan áhuga á sjónvarpsfréttum. Allt þetta skaðar fréttirnar. Bandaríkjamenn lesa nánast ekkert um utanríkismál og vita lítið um pólitík. Vefurinn kemur ekki í stað fjölmiðla, hann er ábyrgðarlaus.