Bezta leiðin til að finna góð veitingahús í óþekktri borg er að fara á vefslóðir dagblaða á þeim slóðum til að leita að veitingarýni. Í þessu eins og öðru eru dagblöð heiðarlegustu fjölmiðlarnir. Ekki má taka mark á leiðsögubókum, sem eru ætlaðar ferðamönnum, þær gefa feiknarvond ráð. Politiken gefur til dæmis góð ráð um Kaupmannahöfn. Ef þú átt erfitt með að lesa erlent tungumál, til dæmis á Spáni, er Michelin oft þrautalendingin, af því að venjuleg matreiðsla á Spáni er ekki góð og því gott er að hafa stuðning af leiðsögn, sem ekki er heimafengin. Á Ítalíu kemur Michelin að minna gagni.