Fjölmiðlar bera okkur daglega vinarkveðjur frá atvinnurekendum. Segja okkur, að framleiðni vinnu okkar sé lítil og því geti kaupið okkar ekki hækkað. Samt er þjóðarframleiðsla á mann með þeirri allra hæstu í heiminum. Þess sér bara ekki stað í lífskjörunum. Þeir segja okkur, að laun séu hér hin sjöundu hæstu í heimi, en þess sér samt ekki stað í lífskjörunum. Ég veit ekki, hvern Ásdís Kristjánsdóttir „hagfræðingur“ er að sannfæra með gengdarlausu bulli af slíku tagi. Kannski er hún bara að halda Þorsteini Víglundssyni grátkarli uppréttum, þegar auraleysið er að svelta hann í hel. Við þurfum að hlúa að þjóðhetjunni.