Daglegir heimsviðburðir

Punktar

Í dag hætti stjórn Evrópusambandsins við að reyna að fá Evrópuþingið til að samþykkja hertar reglur um einkaleyfi fyrir hugbúnað. Þar með er hrundið verstu atlögu fyrirtækja á borð við Microsoft að frjálsum hugbúnaði á borð við Linux. Í gær samþykkti Evrópusambandið hertar reglur um ábyrgð flugfélaga á vandræðum, sem þau valda farþegum sínum. Eftir helgina kemur Bandaríkjaforseti í opinbera heimsókn til Evrópusambandsins í Bruxelles. Í næstu götu eru yfirmenn Nató í öngum sínum. Þeir sjá völdin í Evrópu færast yfir til Evrópusambandsins. Nánast daglega heimsöguleg atvik í boði.