Daglegir skandalar

Punktar

Hneykslin hrannast upp. Skandalar ríkis og kerfis eru fleiri en einn á dag. Ég hef ekki undan að skrifa. Seðlabankinn fór í leyni á hausinn í árslok. Ríkisstjórnin borgaði honum 300 milljarða af fé væntanlegra skattgreiðenda. Tryggi hafði í bankanum afskipti af Baugsmálinu. Hagstæð utanríkisviðskipti styrkja ekki krónuna, því að gjaldeyrir kemur ekki inn. Nýju bankarnir gætu auðveldlega orðið gjaldþrota. Ráðherrar studdu uppkaup bréfa í græðgissjóði Illuga Gunnarssonar þingmanns. 2312 skammbyssur eru skráðar hér á landi. Ég hef áhuga á að blogga um sérhvert þessara atriða, en kemst ekki yfir það.