Dagsetningu, takk

Punktar

Tveir mánuðir eru til kosninga. Sumarþing er samt ekki hafið og kosningabarátta ekki hafin enn. Ekki eru tilbúin nein frumvörp, þótt listi æskilegra mála sé sífellt að lengjast. Nú er talað um, að afgreiða þurfi frumvarp um verðbólgu húsnæðislána. Ekki er vitað til, að neitt hafi verið unnið í því máli, aðeins að stjórnarflokkarnir séu ferlega ósammála. Frumvarp er því auðvitað ekki til, ekki einu sinni drög að frumvarpi. Á sama tíma eru allir flokkar á fullu við að setja í gang prófkjör eða uppstillingarnefndir. Samt skirrist ríkisstjórnin enn við að dagsetja kosningarnar. Ég held hún fari illa út úr þessu ráðaleysi.