Dagur gleðinnar miklu

Punktar

Bankarnir hafa undirbúið Dag hinnar miklu gleði. Í dag mun kögunarbarnið kynna enn einar ráðstafanir til að bjarga fátækum bönkum. Það pínulitla, sem eftir stendur af frægri leiðréttingu forsendubrests, mun falla bönkum í skaut. Eins og segir í 11. grein: „Fyrst kemur vanskilakostnaður og dráttarvextir, næst ógreiddir vextir, auk verðbóta á ógreidda vexti, og loks ógreiddur höfuðstóll, auk verðbóta á ógreiddan höfuðstól. Með sama hætti skal ráðstafa …“. Síðan koma langar romsur í sama dúr. Málið mikla snýst um fátæku bankana. Skattgreiðendur taka þá á bakið og gefa hverjum skuldara nokkra þúsundkalla að auki á mánuði.