Laugardagurinn næsti er dagur gullfiskanna. Þá streyma þeir á kjörstað og nærri annar hver mun kjósa kvalara sína. Gullfiskar setja X við flokka, sem gæta hagsmuna auðsins og handhafa hans. Velja formenn, sem fæddir eru með silfurskeið í munni og vita ekkert um líf og vandamál venjulegs fólks. Svo gleymnir eru Íslendingar, að bófar stjórnmálanna geta endurnýtt loforð sín á fjögurra ára fresti. Gullfiskarnir eru þá fyrir löngu búnir að gleyma. Heyra bara, hverjir lofa mestu brauði og mestum leikjum. Nú lofa þeir kræfustu að láta skuldir fólks hverfa með hókus pókus. Það er gaman að vera gullfiskur.