Dagur verkalýðsrekenda

Punktar

Dagur verkalýðsrekenda er í dag. Hátíð verkalýðsdeildar atvinnurekenda er haldin í skugga græningja, sem benda á úrkynjun Alþýðusambandsins. Þar er rekin verðbólgustefna með kröfum um að skrúfa upp hagkerfið með illkynja hagvexti. Einkum með meiri stóriðju, sem verkalýðsdeildin elskar eins mikið og hún hatar umhverfisvernd. Hugtakið hagvöxtur er þó bara bull utan um ekki neitt. Því meira sem tveir aðilar selja hvor öðrum oftar sömu vöruna, því meira eykst svonefndur hagvöxtur. Alþýðusamband Gylfa Arnbjörnssonar vinnur með auðgreifum í stjórnum lífeyrissjóða. Hirti þar upp lífsskoðanir þeirra.