Dalai Lama og fótboltinn

Punktar

Suður-Afríka bannaði komu Dalai Lama til landsins. Hann átti að taka þátt í ráðstefnu um kynþáttaágreining. Fyrir bragðið neita Desmond Tutu erkibiskup og FW de Klerk, fyrrum forsætis, að taka þátt í ráðstefnunni. Nelson Mandela er enn að hugsa sig um. Ferðabannið stafar af miklum viðskiptum Kína og Suður-Afríku. Kína lagðist hart gegn komu hans og fékk að ráða. Ráðstefnan er á vegum Alþjóða knattspyrnusambandsins, sem hefur með banninu komið sér í sanngjarnt pólitískt klandur. En Dalai Lama kemur sem betur fer til Íslands í júní. Hann er einn af virtustu fyrirlesurum heims, víðast aufúsugestur.