Dalai Lama og Robert Wade

Punktar

Dalai Lama sagði þrjú atriði valda hruni Íslands: Græðgi, siðferðisbrest og skort á gegnsæi. Ég vek athygli á því síðasta, sem ekki hefur oft verið til umræðu. Hann telur fjármál ekki vera einkamál. Það er lykilatriði. Brezki hagfræðingurinn Robert Wade er á svipuðum nótum, þegar hann fórnar höndum yfir íslenkri spillingu embættismanna, sem séu gegnsýrðir ættartengslum og klíkuskap. Hann segir þetta vera sérstæða spillingu, sem ekki mælist á skalanum hjá Transparency International. Þar hefur Ísland lengi og ranglega verið talið laust við spillingu. Allur vandi vor á rætur í leyndarstefnunni.