Frá Máná í Fljótum í Skagafirði um Dalaleið til Siglufjarðar.
Stikaður og vel varðveittur hestavegur.
Byrjum á vegi 76 við Máná í Fljótum í Skagafirði, Förum suður Mánárdal, beygjum til austurs á Dalaleið um Messugötur og Langahrygg og til suðurs í 520 metra hæð norðan Snóks. Síðan austur og niður fjallið sunnan Snóksár í Skarðsdal. Að lokum norðaustur að Siglufirði.
6,5 km
Skagafjörður
Nálægar leiðir: Efrafjall, Siglufjarðarskarð, Sandskarð, Hólsskarð, Fiskihryggur, Hestskarð eystra.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort