Frá Skálanesi í Seyðisfirði um Dalaskarð til Dalatanga.
Símalína og raflína eru í skarðinu.
Förum frá Skálanesi suðaustur Sandárdal í Dalaskarð í 620 metra hæð. Síðan austur og niður Fossbrekku og Dalaskarðsfláa, svo og austur um Daladal niður að sjó í Mjóafirði. Með bílvegi út ströndina norðaustur að vitanum á Dalatanga.
9,1 km
Austfirðir
Nálægar leiðir: Skálanes, Brekkugjá.
Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins