Vladimir Pútín sækir fram til áhrifa í Evrópu. Rússland fjármagnar jaðarflokka til vinstri og hægri í senn. Lánaði þjóðrembuflokki Marin Le Pen í Frakklandi hálfan annan milljarð króna. Reisti atómver í kyrrþey í Ungverjalandi fyrir Viktor Orban, forsætisráðherra og formann hægri öfgaflokksins Fidesz. Spýtir fé í kosningabaráttu Evrópusambands-hatara til vinstri og hægri í senn. Er í góðu sambandi við báða stjórnarflokkana í Grikklandi. Þótt hagkerfi Rússlands sé minna en Ítalíu er Pútín leiðandi afl í Evrópu. Veikir stefnu Evrópusambandsins í málum Úkraínu og Grikklands. Dáleiddi líka þjóðrembuna Ólaf Ragnar Grímsson.