Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra hefur ítrekað, að Danmörk muni ekki biðjast afsökunar á teiknimyndum af Múhameð spámanni. Hann hefur líka ítrekað, að ekki verði linað á reglum um innflytjendur. Þær hafa þótt vera hinar ströngustu í Evrópu. Hann segir þó, að þær séu hinar réttu. Önnur lönd í Evrópu muni taka þær upp. Stjórnvöld í löndum múslima hafa ekki beðizt afsökunar á manndrápum, morðhótunum og íkveikjum, enda segir hann, að þau noti myndirnar til að auglýsa múslimsku sína af pólitískum ástæðum innanlands.