Danir reykja pípu

Punktar

Danir reykja ofboðslega eins og Hollendingar. Hvarvetna eru þar karlar með pípu, sem eru hættir að sjást í Reykjavík. Það eru mikil viðbrigði að fara frá Kaupmannahöfn til Málmeyjar. Svíar reykja ekki, þeir borða hollan mat og þeir hjóla. Enda eru sænskar konur fallegri en danskar konur, halda sér vel fram eftir öllum aldi, meðan danskar konur eru gráar eins og Margrét drottning, sem lengi hefur verið slæmt fordæmi. Mér er næst að halda, að drottningin sjálf beri hluta af ábyrgðinni á, að Danir eru sjúskaðri en nágrannar þeirra í Svíþjóð. Við erum sem betur fer líkari Svíum.