Danska lögreglan hefur fundið peningana, sem fjárglæframaðurinn Stein Bagger kom undan í braskinu. Styttri tími er liðinn frá braski Baggers en braski íslenzkra útrásarvíkinga og útrásarbanka. Enn hefur enginn fundið peninga, sem þeir komu undan í sínu braski. Bagger stal þó ekki nema 3,4 milljörðum íslenzkra króna, meðan íslenzkir starfsbræður létu tugi milljarða hverfa. Kannski er upphæð Baggers nógu lítil til að kerfið fatti hana sem glæp. En upphæð hinna íslenzku svo mikil, að hún flokkist ekki sem glæpur, heldur sem tær snilld. En hönd réttlætisins vinnur miklu hægar á Íslandi en í Danmörku.