Þegar hafa 82 ríki staðfest í Wellington bann við notkun á klasasprengjum. Fleiri bætast við á framhaldsfundi í sumar. Bannið verður síðan endanlega staðfest fyrir áramót. Danmörk og Finnland eru meðal ríkja, sem reyndu að milda ályktunina, en tókst ekki. Þau voru á fundinum í Wellington sökuð um að ganga erinda Bandaríkjanna. Þau voru sögð hafa áhyggjur af, að vera kærð fyrir brot gegn mannkyni vegna heræfinga með Bandaríkjunum. Stjórnvöld í þessum tveimur ríkjum virðast ekki átta sig á alvöru málsins. Fólki býður við klasasprengjum og valdamenn geta sætt kærum fyrir samneyti við bófa.