Dansað í takt

Punktar

Þegar þrjú fyrirtæki stjórna markaði, er það fáokun. Olíufélögin dansa í takt. Fá aukalega 4-4,5 milljarða út úr fólki að mati Samkeppniseftirlitsins. Harðari er fáokun bankanna þriggja, sem græða níutíu milljarða í ár. Margir tugir af þeim milljörðum eru afleiðing fáokunar. Bankarnir dansa í takt. Talan er nógu há til þess. Fólk hefur ekki í önnur hús að venda. Verður að skipta við einn þriggja banka, eins og það verður að skipta við eitt þriggja olíufélaga. Sama í dagvörukeðjum. Þær dansa nákvæmlega í takt, með fyrirfram ákveðnum verðbilum. Sami taktur er í tryggingum og vöruflutningum. Fáokun mjólkar þjóðina um hvað, alls hundrað milljarða á ári? Frjáls markaður birtist Íslendingum sem þrælkun.