Dansinn á rósunum

Punktar

Bjarni Ben fattaði eftir rúmt ár, að lífið er ekki dans á rósum. Hringdi í Buchheit. Þangað er alltaf hringt, þegar allt er komið í steik. Menn föttuðu, að kröfuhafar láta ekki taka sig á taugum. Höftin eru því orðin varanleg. Þá er hringt í manninn, sem kann að semja. Sigmundur Davíð þarf hins vegar ekki að fatta neitt. Siðblindinginn er í ljúfari málum. Tók gamla flokksbrodda í nefið fyrir að amast við rasistakerlingu. Hyggst hanga á þeim 3000 atkvæðum. Og nú er hann að undirbúa næstu sjónhverfingu. Hyggst gera Íslendinga að ríkustu þjóð Evrópu árið 2020. Nokkuð, sem fávitunum finnst ljúft að heyra.