Fyrir hálfri öld líkaði mér illa kennsla í ritmáli nokkura þjóða, einkum í dönsku. Lærði ekkert í dönsku talmáli. Tíu árum síðar hafði ég skipt um skoðun. Kunnátta í dönsku ritmáli veitti mér um leið aðgang að norsku og sænsku. Gat umgengist fólk víðs vegar um Norðurlönd með því einu að breyta tóni og áherzlum í minni dönsku. Gagnaðist fleirum og gagnast enn, því að Norðurlönd eru uppspretta háskólanáms fjölmargra Íslendinga og atvinnutorg margra á erfiðum tíma. Nú tel ég, að gamla, lélega kennslan í dönsku ritmáli hafi raunar alls ekki verið svo léleg. Sama var að segja um námið í þýzku.