Dapurt lið Framsókn

Punktar

Væri Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flokksformaður í nágrannalandi, væri búið að hlæja hann út úr pólitík. Fyrst gerir hann nýja stjórnarskrá að höfuðmáli síðustu kosninga. Svo þegar ferlið liggur fyrir á Alþingi tekur flokkurinn þátt í ósiðlegu málþófi gegn stjórnarskránni. Auðvitað getur Sigmundur verið ósammála þáttum í tillögu Stjórnlagaráðs. Hver er það ekki, mér finnst hún ganga of skammt. En það eru smámunir í samanburði við það kraftaverk ráðsins að vera samhljóða um eina tillögu. Þá sneri Sigmundur Davíð bara við blaðinu og reyndi með málþófi að hindra framganginn. Ótrúlega dapurt lið Framsókn.