Gamalt nóbelsskáld hyggst verða næsti borgarstjóri Milano á Ítalíu. Dario Fo er orðinn 79 ára, en lætur ekki deigan síga, frægastur fyrir háð í leikritum um ríka og volduga. Kosningaloforð hans er: Ég er ekki maður málamiðlana. Í kosningunum er hann studdur af græningjum og kommúnistum. Skoðanakönnun spáir honum ekki sigri, en öðru sætinu. Bruno Ferrante, fyrrverandi lögreglustjóri í Milano, mældist með 45% fylgi og Dario Fo með 43% fylgi. Við hæfi er, að ein af bókum Fo fjallar einmitt háðulega um lögreglustjóra í Milano.