Efnahags- og framfarastofnunin OECD og alþjóða gjaldeyrissjóðurinn IMF sjá nú, að brauðmolatrúin var dýrt spaug. Molar hrjóta ekki af borðum ríka fólksins, þegar því eru veitt fríðindi. Þvert á móti hverfur féð úr umferð og týnist á Tortola. Sé láglaunafólki hins vegar veitt fríðindi, haldast peningarnir í umferð og efla umsvif. Ísland mun verða síðasta ríkið, sem fattar byltinguna í hagspeki. Hér er enn verið að efla mjög skaðleg trúarbrögð, sem eru á útleið annars staðar. Við eigum enn eftir hálft annað ár í ruglinu. Eftir kosningar mun Ísland hafna trúnni og fylgja helztu fjölþjóðastofnunum og ríkjum heims.