Stofnendur nýrra flokka þurfa ekki að velta vöngum um, hvort atkvæði þeim greidd falli dauð eða komi frá röngum flokkum. Ómar Ragnarsson stofnaði Íslandshreyfinguna til að koma sjónarmiðum á framfæri. Rangt er að ætlast til, að hann fylgi skoðanakönnunum hvers tíma. Hann gefist upp, ef þær sýna 4,9% fylgi og engan þingmann, en fagni, ef þær sýna 5,1% og þrjá þingmenn. Hann gefist upp, ef of lítið af fylgi hans kemur frá hægri flokkum og of mikið frá vinstri flokkum. Skoðanakannanir eru ekki nein helgirit. Það ærði óstöðugan að reisa á þeim pólitískar forsendur.