Dauða borgin lifir

Punktar

Sunnudagsmorgna var miðborgin venjulega dauð. Fyrir utan hreinsibíla að tína upp rusl fólks, sem aldrei hefur lært umgengni. Ekki lengur. Í morgun voru kvosin og Bankastræti full af fólki. Í eins stigs frosti og tólf metrum á sekúndu, sem virkar eins og níu stiga frost. Voru ekki Íslendingar, sem lágu að venju timbraðir eða dauðir uppi í rúmi. Þetta voru Japanir, ungt fólk og myndarlegt, sem var með sælusvip að skoða heiminn. Verzlunareigendur nenntu ekki að opna. Miðborgin var eins og safn, þar sem verðmætir munir eru bak við gler. Kannski er borgin orðin Feneyjar, safn um fyrri alda búsetu.