Útskrift Grænfriðunga af samtali við sölustjóra hvalkjöts í Japan staðfestir það, sem ég hef margsagt um markaðinn í Japan. Ítrekað hefur komið fram í fréttum, að markaðurinn er hruninn. Japanir éta ekki hvalinn okkar, þótt Kristján Loftsson gefi hann. Nýjar kynslóðir líta ekki við hval. Síðasti gámurinn, sem þangað fór, lá í ár á hafnarbakkanum, áður en ákverðið var að gefa innihaldið. Kristján Loftsson er íslenzkur Ahab skipstjóri, sem berst við Moby Dick. Frétt Grænfriðunga er rétt, en hún felur ekki í sér nýjar fréttir. Hvalveiðar sjálfstortímara voru dauðadæmdar fyrir mörgum árum.